Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
16.5.2008 | 23:50
Tönn eða tá
Almannatryggingarnar taka meiri þátt í greiðslu fyrir brotna tá en tönn.
Þetta er með ólíkindum, mikið um óréttlæti í velferðakerfinu sem þarf að taka á!
Skrýtið að hér á landi skuli almannatryggingakerfið taka svona illa á tannviðgerðum og tannréttingum, sérstaklega vegna barna.
Á 21. öldinni er tannheilsa barna, á velferðalandinu Íslandi, ennþá undir því komin hvort foreldrar séu virkilega vel staddir fjárhagslega eða sem því miður er stundum, hafi áhuga á að viðhalda tönnum barna sinna. Mér skilst að í Danmörku og víðar sé þetta alfarið inn í almannatryggingum, frítt fyrir börnin. Hvernig viljum við hafa þetta hér?
![]() |
Óvíst hvernig nýtt teymi bætir stöðu barna með skarð í gómi eða vör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2008 | 21:04
Gæluverkefni
Hvernig væri að nota fjármuni og þekkingu háskólanna í heiminum aðeins betur.
Verðug verkefni: Drykkjarvatnsskortur, matvælaskortur, offjölgun mannkyns, ólæsi, malaría, krabbamein, erfðasjúkdómar, sykursýki, blinda, ódýrari lyf, fíkniefnavandinn, útrýming regnskóganna, útrýming dýrategunda, forvarnir gegn náttúruhamförum og svona mætti endalaust telja.
Þetta hljómar líka svona eins og að spara aurinn en henda krónunni!
Við ættum að útrýma einkaþotum, fækka bensín þambandi jeppum og banna mengandi hobbý áður en kemur að því að fordæma fólk sem er með stærri eða fleiri fitufrumur en einhver sérfræðingurinn telur eðlilegt!
![]() |
Offita stuðlar að loftslagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2008 | 18:02
Óumræðilega sorglegt
Höfum við djúpan skilning?
Ég veit reyndar að við fyllumst djúpri samúð og mikilli sorg yfir svona náttúruhamförum, en ég held að fæstir núlifandi íslendingar (sem betur fer) hafi þá skelfilegu reynslu af að sjá hús í stórum stíl hrunin yfir fólk: menn, konur og börn, plús meiri háttar skemmdir öðrum á mannvirkjum eftir svona jarðskjálfta.
Margar aðrar þjóðir þekkja þetta og hafa upplifað eitthvað þessu líkt bæði vegna jarðskjálfta og ekki síst vegna stríðs, hús hafa hreinlega verið sprengd í tætlur.
Öðru máli gegnir um snjóflóð og sjóslys, þar hafa margir íslendingar orðið fórnarlömb og enn fleiri komið að björgunarstörfum. Vildi bara óska að fjármagnið og orkan, sem fer í stríðsrekstur í heiminum í dag, færi frekar í forvarnir gegn náttúruhamförum og til hjálparstarfa.
Munum líka að ef við erum aflögufær getum við hvert og eitt gefið styrk í gegnum ýmis hjálparsamtök.
![]() |
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2008 | 13:30
Svona stórum skjálfta fylgja alltaf hörmungar
![]() |
3-5 þúsund látnir í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 15:39
Meira af Jóni og Gulla
Úr tveir með öllu
Fyrsta reglan um afburða undirgefni: Láttu ekki yfirmenn þína vita að þú ert betri en þeir.
Í tilefni af ,,hjólað í vinnuna''
FYRSTA LÖGMÁL HJÓLREIÐAMANNSINS:
Það er sama í hvaða átt þú hjólar. Það er brekka og mótvindur.
Og smá um bankana:
Ég er búin að komast að því að náungarnir sem semja auglýsingarnar fyrir bankana eru ekki þeir sömu og veita lánin!
Og einn við snúinn
Hvernig er maðurinn sem þú giftist?
,,Hann er engill - hreinasti engill.''
,,En þú heppin. Minn er sprelllifandi.
3.5.2008 | 22:47
Fernur og framhaldslíf
Stundum er sagt að ekki sé gáfulegt að spara aurinn en henda krónunni. Nú á tímum endurvinnslu og endurnýtingu pirrar það mig þegar verið er að agnúast út í almenning fyrir að nenna ekki að skila ekki til endurvinnslu öllum mjólkurfernum sem til falla á heimilum landsins.
Það er nefnilega svo að í stórmörkuðum er töluverðu af útrunni mjólk hellt niður, og haldið þið að þá sé farið að skola, þurrka og endurvinna? Ó nei, Ó nei. Þarna er þó besta tækifærið, mikið magn, á einum stað, ein ferð, minni mengun. Það er reyndar svo að fáir, jafnvel fæstir, ef þá nokkrir, stjórnendur stórra matvörubúða, sjá hag í að skila yfir höfuð nokkru til endurvinnslu. Jafnvel þegar gosdrykkjum er eytt, er enginn sem nennir að hirða umbúðirnar þó svo að í boð sé skilagjald. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að um 3 tonn af rusli falli til í hverri viku í stórmarkaði. Af því er nokkuð mikið magn af hreinum pappakössum sem auðvelt er að endurnýta bara ef kostnaðurinn við það væri lægri en við venjulega förgun.
Á meðan stórum fyrirtækjum er ekki gert að flokka og skila endurvinnanlegum umbúðum hef ég ekki samviskubit yfir þessum tveimur til fjórum fernum sem falla til í viku hverri á mínu heimili. Held samt ótrauð áfram að flokka og skila, flöskum, dósum og dagblöðum. Já og ekki má gleyma fatnaði í Rauðakrossgáminn.
PS. Fróðlegt væri að vita hvort mjólkurframleiðslufyrirtækin endurvinni þær fernur sem falla til á þeirra bæjum!
1.5.2008 | 01:55
Hans-ína
Það er gaman að velta fyrir sér hvernig sum nöfn hafa orðið til og af hverju önnur hafa ekki orðið til! Til dæmis mitt, Hansína, af hverju ekki Hennarína (jafnrétti takk) eða Þeirraína.
Þessi eru til:Hansína, Einarína, Jakobína, Pálína, Jónína, Tómasína, Jensína, Vilhelmína, Magnúsína, Hermína, Ólafína, Guðmundína, Árnína, Georgína og Gíslína.
En ekki:Geirína, Sigurðína, Þórðarína, Halldórína, Arnarína, Óskarína, Grétarína, Bjarnína, Kristjánína, Gunnarína, Friðjónína, Jóhannína, Ingólfína, Gústafína.
Fallegu nöfnin Kolbrún og Svanhvít eru algeng.
En þessi ekki til:Kolsvört, Biksvört, Eldrauð, Heiðgul, Gráblá, Heiðblá, Sægræn, Hrímhvít og Fjólublá.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 08:23
Viðurnefnið BRENNUVARGUR
Brennuvargur er virkilega ljótt viðurnefni og settur hroll að fólki.
Því miður virðist þeim fara fjölgandi sem eiga þann titil skilið miðað við aukinn fjölda eldsvoða af mannavöldum.
Undanfarna mánuði hefur meðal annars verið kveikt í bílum, íbúðarhúsnæði, hesthúsi, sinu og skógræktarlandi. Þeir sem þetta gera virðast ekki færir um að hugsað lengra en nef þeirra nær og engan veginn geta sett sig í spor annarra, eru bara ekki færir um það.
Raunar ættu þeir samt sem áður að geta hugsað um sjálfa sig; eru þessir hræðulegu gjörningar virkilega þess virði að vera síðan brennimerktir í hugum þjóðarinnar, vina, ástvina sinna og fjölskyldu sinnar, BRENNUVARGUR.
![]() |
Fjórir sinubrunar í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2008 | 22:17
BRENNUVARGUR?
Brennuvargur er virkilega ljótt viðurnefni og settur hroll að fólki. Því miður virðist þeim fara fjölgandi sem eiga þann titil skilið miðað við aukinn fjölda eldsvoða af mannavöldum.
Undanfarna mánuði hefur meðal annars verið kveikt í bílum, íbúðarhúsnæði, hesthúsi, sinu og skógræktarlandi. Þeir sem þetta gera virðast ekki færir um að hugsað lengra en nef þeirra nær og engan veginn geta sett sig í spor annarra eru bara ekki færir um það.
Raunar ættu þeir samt sem áður að geta hugsað um sjálfa sig; eru þessir hræðulegu gjörningar virkilega þess virði að vera síðan brennimerktir í hugum þjóðarinnar, vina, ástvina sinna og fjölskyldu sinnar, BRENNUVARGUR.
![]() |
Annríki slökkviliðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2008 | 20:53