Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.4.2008 | 20:22
Fyrir MIG?
Ég biðst undan því að atvinnubílstjórar haldi áfram baráttu sinni fyrir mig!
![]() |
Sturla: Ég berst fyrir ykkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2008 | 17:11
Bráðum kemur betri tíð með.........
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Þetta er virkilega gaman að segja vegna þess að bestu mánuðir ársinns eru frammundan.
Allir út að leika og njóta veðursins eða hvað?
Nú er lag að draga framm allt sumar dótið, sérstaklega fyrir börnin. Sumarið er þeirra aðal útivistatími.
Hildur, Stulli og strákarnir til hamingju með húsið og við hlökkum til að mæta í sælugarðinn og njóta blíðunnar með ykkur.
20.4.2008 | 19:14
Sagan endalausa
![]() |
9 Finnar létu lífið í slysi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2008 | 18:12
Bílprófið
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2008 | 17:59
Til hvers að vera prins ef maður hefur engin forréttindi!
![]() |
Prinsinn lenti í garði kærustunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2008 | 12:34
Rusl í öllum runnum!
Það var virkilega gaman fara út að ganga snemma í morgun með stúlkubarninu og Grétari frænda, sem var hjá okkur í gistingu. Við komum við á róló og ég tók skemmtilegar myndir af frændsystkinunum.
Það er bara eitt sem fer fyrir brjóstið á mér: Hvaðan kemur allt þetta rusl? Í öllum runnum og gjótum er allt fullt af rusli. Er þetta kannski þannig að þegar ekið er í sjoppurnar, er ekki hægt að hafa ruslapokka í fínu bílunum, betra að skilja eftir sig slóð af umbúðum hálfa leiðina heim? Það rifjast upp fyrir mér að í denn var hægt að fá ókeypis á bensinstöðvum litla ruslapoka með kringlóttu gati sem smellpassaði á innsogstakkann!
Fræg er sagan af bóndanum sem leigði út tjaldstæði. Eitt sinn ofbauð honum viðskilnaður fínnar fjölskyldu, safnaði saman ruslinu, einnota grilli, sælgætisbréfum, fernum, og pappadiskum. Gerði sér síðan ferð heim til þeirra í fína húsið og sturtaði öllu á stofugólfið með þeim orðum að heimsending á öllu sem gleymdist væri innifalin í tjaldstæðisgjaldinu!
Í ALVÖRU LÁTUM EKKI OKKAR EFTIR LIGGJA.
p.s. innsogstakki var notaður til að koma bílnum í gang í köldu veðri!
19.4.2008 | 16:06
spakmæli dagsins!
Í tilefni af Pólandsferðinni um síðustu helgi, kemur spakmælið þaðan:
Á því heimili er friður þar sem maðurinn er heyrnarlaus og konan blind!
19.4.2008 | 09:41
Heil og sæl!
Góður dagur í dag!
Veðrið YNDISLEGT, FUGLASÖNGUR OG VOR Í LOFTI!
Yngismærin og ég fórum kl. 7.30 í langan göngu- og línuskautatúr (hver skildi hafa verið á línuskautunum?) og nutum blíðunnar í botn. Útsýnið er alltaf stórkostlegt en samt má betur fara, meira um það seinna.