17.3.2009 | 16:01
Sammála Jóhönnu
Ef við uppfærum svona gjörning á heimilisrekstur gæti sagan hljómað eftirfarandi:
Gunni litli 7 ára hefur fengið að kaupa mataráskrift að heitum mat í hádeginu í skólanum.
Nýlega var boðuð hækkun á gjaldskránni og foreldrar hans segja honum að nú hafi þeir ekki bolmagn til að greiða fyrir áskrift að matnum. Hann verði hér eftir að taka með sér núðlusúpu í hádeginu.
En hvað gerist svo? Jú foreldrarnir panta sér helgarferð til Akureyrar til að sjá ,,Fúlar á móti" og drífa síðan í að skipta um parket á allri íbúðinni!
Er það nema von að að frú forsætisráðherra sé hneyksluð?
Siðlausir eigendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þá er rétta skrefið næst að banna alla vesti á sparifjárbækur í bönkunum svo það verði eitthvert samræmi í þessu. Eiga ekki allir að vera jafnir fyrir þessu ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.3.2009 kl. 16:07
Ég held bara að fyrirtæki eigi fyrst að standa við skuldbindingar sínar varðandi rekstur, þar á meðal launasamninga, síðan greiða út arð og bónusa.
Hansína Hafsteinsdóttir, 17.3.2009 kl. 16:10
Fín samlíking!
Predikarinn sér ekki mun á vöxtum á sparifjárbók og arðgreiðslum í fyrirtæki sem hefur beðið verkafólk um að taka á sig skerðingu launa.
Svanur Sigurbjörnsson, 17.3.2009 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.