9.1.2009 | 23:12
Ekki, alls ekki, reyna að traðka á Hafnfirðingum
Stöndum saman Hafnfirðingar, oft var þörf, nú er nauðsyn. Látum ekki ríkisstjórnina traðka á okkur á skítugum skónum. Hafnafjörður þarf þessi störf og þá þjónustu sem er veitt á þessum spítala. Ef á að gera einhverjar tilraunir með heilbrigðisþjónustuna þá er okkur að mæta.
Ef okkur tekst ekki að hindra þetta mæli ég með að þau félagasamtök sem hafa gefið spítalanum tæki og tól hreinlega sæki þau áður en ATHAFNARMENN EÐA FJÁRFESTAR stela þeim.
Samfylkingin í Hafnarfirði mótmælir harðlega tillögum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 22:49
Sameinuð stöndum við
Stöndum saman Hafnfirðingar, oft var þörf, nú er nauðsyn. Látum ekki ríkisstjórnina traðka á okkur á skítugum skónum. Hafnafjörður þarf þessi störf og þá þjónustu sem er veitt á þessum spítala. Ef á að gera einhverjar tilraunir með heilbrigðisþjónustuna þá er okkur að mæta.
Ef okkur tekst ekki að hindra þetta mæli ég með að þau félagasamtök sem hafa gefið spítalanum tæki og tól hreinlega sæki þau áður en ATHAFNARMENN EÐA FJÁRFESTAR stela þeim.
Skorað á Hafnfirðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2009 | 21:36
Látum þetta ekki gerast
VG í Hafnarfirði lýsir yfir samstöðu með St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 20:53
Hvers vegna?
Getur einhver frætt mig á því hvers vegna þessir aðilar nota kol?
Annars finnst mér þetta varla nema hálf frétt en kannski á þetta að vera framhaldsfrétt og til að halda spennunni er ekkert gefið uppi um ástæður og afleiðingar af þessu athæfi.
164 þúsund tonnum af kolum brennd hér árlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.1.2009 | 15:35
Heilagur Jósef
Er kannski heilagur Jósef, sem spítalinn í Hafnarfirði er kenndur við, eitthvað að stríða Guðlaugi?
Fyrst Akureyri svo Keflavík, kannski Landspítali verði næstur, vonandi að þessi veira valdi ekki neinum alvarlegum skaða.
1.1.2009 | 11:47
Samsæriskenning dregin upp úr hvítvínsglasi
Eftir að hafa úðað í mig áramótasteik og nærri heilu glasi af hvítvíni fór heilinn í gang með hávaða og látum við dræmar undirtektir gesta minna.
Jú það var nefnilega þetta með Kryddsíldina. Geir okkar komst aldrei í útsendingu.
,,Í Sjáfstæðisflokknum eru nefnilega menn sem töldu að ekki væri hollt fyrir hann að lenda í þriðju gráðu yfirheyrslu í beinni útsendingu á gamlársdag. Nonni talaði við Bjössa sem talaði við Halla sem talaði við Kalla sem þekkir Gunna, sem er atvinnumótmælandi. Kalli segir Gunna að sniðugt væri að koma í veg fyrir að hægt sé að senda út frá Borginni. Gunni talar við gamlann félaga sem vann einu sinni í sjónvarpinu sem tæknimaður. Og bim bam búm, bara að klippa á kapalinn".
Eins gott að ég drakk bara eitt glas, hver veit hvað fleira hefði komið upp á yfirborðið.
1.1.2009 | 11:18
Til hamingju Ísland, með nýtt ár!
Kæru ættingjar, vinir og bara Íslendingar allir, Gleðilegt og farsælt nýtt ár!
Vonandi hefur gamla árið endað vel hjá öllum og ég segi eins og Dóri vinur, verið sprengt mörg ljósár út í geim. Nýja árið byrjar vel hér stór Hafnarfjarðarsvæðinu, alla vega veðurfarslega og ætla ég að nýta mér það og ganga af mér áramótasteikina. Hafið það öll sem best og ég hlakka til að hitta ykkur sem fyrst.
9.12.2008 | 15:55
Leyninúmer
Tæknivæðingin undanfarin 100 árin er þvílík að við náum varla að fylgja henni eftir nema í nokkra áratugi. Þegar einhver er t.d. orðinn eldri borgari er algengt að hann ,,nenni ekki" að læra á nýjustu tækin, finnist hreinlega komið nóg.
Ég er reyndar ekki alveg orðin eldri borgari en ég nenni samt ekki lengur að læra ný leyni-og aðgangsorð. Mér finnst komið nóg. Að gamni mínu gerði ég lista yfir leyniorð sem ég þarf að muna dagsdaglega og þau eru bara ekki svo fá.
Endaði í 25 en er viss um að ég er að gleyma einhverjum sem ég nota sjaldnar.
22.11.2008 | 09:08
Hótel, barir, leikhús og búðir
Það hefur alveg gleymst að nefna hvað Íslendingar hafa verið duglegir að styrkja Breska ferðaþjónustu og verslun, síðustu áratugina.
Við hoppuðum yfir hvenær sem tækifæri gafst og eyddum þar ómældu fé. Það væri gaman að vita hvort það hefur verið tekið saman af hagstofunni eða einhverum, hvað þetta hefur skilað Bretum miklu.
Ég hugsa að hótelin sakni okkar, að ég tali nú ekki um verslanirnar.
Það ætti að gera frétt um það hvað þessir aðilar eru að verða af miklum tekjum í dag.
Bretland sömu leið og Ísland? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2008 | 16:16
Ryðgaður Baugur
Dularfullur hringur yfir Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |