27.2.2009 | 01:04
Skemmtilegur dagur, Öskudagur
Öskudagurinn er einn af mínum uppáhalds dögum, jafnvel þó ég sé orðin of gömul til syngja og safna nammi. Nú er ég svo heppin að á mínum vinnustað er tekið vel á móti krökkum sem vilja gleðja okkur með söng og skemmtilegum búningum. Það er alveg dásamlegt að sjá krakkana streyma inn á vinnustaði hinna fullorðnu og vera með í að skemmta sér og öðrum á þessum degi.
Öskudagurinn vekur alltaf upp svo skemmtilegar minningar frá því ég var lítil stelpa á Akureyri. Var alltaf í stóru (ekta) öskudagsliði sem fór um alla eyrina og miðbæinn, söng og fékk nammi að launum.
Ég man enn þegar ég fékk að vera í öskudagsliði í fyrsta skiptið. Sennilega hef ég verið 6 ára og Svanhildur frænka sem var 2 árum eldri leyfði mér að vera með í sínu liði. Talið var samt að ég hefði ekkert að gera á fætur jafn snemma og eldri krakkarnir í liðinu. Þau hafa líklega þurft að vakna upp úr kl. 6 til að klæða sig og mála og vera svo mætt á fyrsta staðinn kl. 7. Við þurftum líka að labba á milli staða í myrkri og misjöfnum veðrum en vorum ekki keyrð eins og nú tíðkast. Ég var þó vakin um fyrir kl. 8 og fékk að fara með liðinu í Sana og fá fulla ,,glerflösku'' af gosi. Þaðan var farið í Kaffibrennsluna og Lindu en þar fengum við alltaf vænan slatta af konfekti.
Á Eyrinni voru líka fyrirtæki eins og Slippurinn, Niðursuðuverksmiðjan, Sláturhúsið og Útgerðafélagið sem opnuðu snemma þannig að tíminn þar til búðirnar opnuðu var nýttur til hins ýtrasta. Leiðin lá síðan í suður og man ég að við fórum í kjörbúðina í Ránargötunni, búð í Eiðsvallargötunni (búin að gleyma nafninu) og smjörlíkisgerðina Akra en þar voru framleiddar Akrakaramellur. Í Strandgötunni voru tvær kjörbúðir, ein í hvítu húsi (þar keypti Mamma stundum kjötfars því alltaf var þar vigtað kúnnanum í hag) og þar fengum við gotterí. Í hinni, Kaupfélagi verkamanna var okkur sagt að við mættum syngja en við fengjum ekkert fyrir. Stundum sungum við en stundum ekki.
Eftirvæntingin vegna Öskudagsins var alltaf mikil, spáð var í búninga og mætt á söngæfingar í hinum ýmsu forstofum og þvottahúsum, svona til að verða okkur ekki til skammar á þessum merkilega degi. Lögin sem við sungum vor sum sungin í apótekinu mínu gær eins og ,, Nú er frost á Fróni" og ,,Gamli Nói" en ekki heyrði ég ,,Fyrr var oft í koti kátt eða Kokkurinn við kabyssuna". Hins vegar heyrðust íslenskar öskudagsútgáfur af Abba-lögum, eins og MamMía og Money, money sem var breytti í nammi, nammi.
Það var reyndar stór munur á búningum krakkana gær og undanfarin ár. Mun fleiri voru í búningum líkum þeim sem ég og systur mínar notuðum. Hugmyndaflugið og mamma nýtt til hins ýtrasta. Margir krakkar sögðum mér að búningarnir væru heimatilbúnir og að mömmur þeirra hefðu hjálpað til við að fullkomna verkið. Mikið meira var um frumlega andlitsmálnun en grímur, sem hafa verið áberandi undanfarin ár.
Ég man eftir að hafa verið í stórum bréfpoka úr kaffibrennslunni með mynd af gulum bragakaffipoka á, gamalli kápu af mömmu, ruslapoka og svo rauðri heimasaumaðri skikkju með álímdum spilum. Mamma reddaði þessu með okkur og einhverju sinni bjó hún meira að segja til hárkollu úr lopa handa Ellu. Eftir að ég fór að geta saumað sjálf gerði ég meðal annars trúðabúning á Ólöfu og nátthúfu á Laufeyju. Hún hafði þá fengið gömul náttföt af pabba (mjög falleg reyndar) og arkaði um bæinn í þeim með málað yfirvaraskegg og forláta gamaldags vekjaraklukku. Þetta var svona klukka með tvær bjöllu og hringdi með þvílíkum látum að nágrannarnir hljóta alltaf að hafa vaknað um leið og fjölskyldan í Norðurgötu 56.
Annað sem ég tek eftir að hefur breyst er að núna eru börnin að borða nammið sitt jafnóðum og sum koma varla með neitt heim. Í öll þau ár sem ég tók þátt í þessarri nammi söfnun, man ég ekki betur en allt hafi farið beint í pokann (svona hveiti-taupoka eða þá heimasaumaðan jólasveinapoka). Þegar heim var komið var mamma látin skipta öllu jafnt í skálar og súpudiska sem síðan voru geymdir inni í búri, en það gat tekið upp undir viku að klára öll ósköpin.
En allt er breytingum háð, og þeir krakkar sem eru að taka þátt í öskudeginum í dag munu vonandi eiga jafn skemmtilegar minningar og við sem eldri erum, þó svo þær séu eitthvað aðeins öðruvísi.
Takk, krakkar fyrir sönginn og fyrir að koma okkur til að hlæja í dagsins önn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 21:04
Sorgarsögur, ekki fyrir börn
Var að hlusta á sorglega frétt í kvöldmatarfréttatíma ríkissjónvarpsins, um hvað kreppan fór illa með fjölskyldu. Síðan komu lýsingar á ýmsu sem gerst gæti í gjaldþroti og fjárnámi. Sagt var meðal annars frá því hvernig ,,brotist væri inn í hús" ef enginn væri heima til að opna fyrir yfirvöldum.
Í enda fréttarinnar var óskað eftir að fólk sem teldi sig hafa orðið fyrir harkalegum innheimtu aðgerðum, segði sögu sína ef það treysti sér til.
Nú er það svo að svona sögur gætu orðið til þess að eitthvað verði gert til að fólk fái mannúðlegri meðferð og meiri tillitsemi þegar það lendir í gjaldþroti. Þar af leiðandi eru þær vel réttlætanlegar.
En ég vildi óska þess sjónvarp- og útvarpstöðvar hefðu frekar svona fréttir seint á kvöldin, þegar minni líkur eru á að börn séu að hlusta. Það er nefnilega þannig að börn og unglingar eru viðkvæm og engin ástæða er til að þau séu að velta sér upp úr svona sögum.
24.1.2009 | 10:08
Merkileg mynd
Ekki ætla ég nú að hrópa húrra fyrir þessum niðurstöðum.
En það hljóta að hafa verið vonbrigði fyrir Steingrím að mbl. skildi velja svona ,,Öfgafulla mynd" með svo jákvæðri frétt fyrir Vinstri græna. Hann lítur ekki út fyrir að vera þessi trausti og ábyrgðarfulli leiðtogi sem þjóðin þarfnast á þessum erfiðu tímum.
Fylgi VG mælist rúmlega 32% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2009 | 23:46
Spaugstofu karakterar
Heyrði góða sögu sem gæti verið ættuð úr spaugstofunni:
Tveir ungir menn voru á gangi í miðbænum seint að kvöldi og báru á milli sín gamlan sófa. Ferðinni var heitið að Alþingi þar sem sófinn átti að enda ævi sína á bálkesti mótmælenda.
Lögreglubífreið kom akandi og skipti engum togum að tveir þjónar laga og reglu þustu út úr bílnum og handtóku mennina. Sófinn var skilinn eftir á gangstéttinni og síðan var ekið á næstu lögreglustöð til yfirheyrslu. Ekki var bifreiðin fyrr komin úr augsýn en tveir rónar, góðkunningjar lögreglunnar, komu og tóku sófann og kjöguðu með hann á leiðarenda.
Ef ég ekki vissi betur, hefði ég haldið að þarna hefðu verið á ferðinni Spaugstofulöggurnar Geir og Grani og rónarnir Bogi og Örvar.
17.1.2009 | 00:33
Óþekkar sprengjur?
Flestar sprengjur springa fyrr eða síðar stundum ekki á réttum tíma. Búin að tékka á frændum mínum 9, 10 og 17 ára, sem búa í Grindavík.
Þeir eru heilir á húfi og í góðu yfirlæti hjá pabba sínum. En mikið finn ég til með þessum slösuðu strákum, það er vonandi að sárin grói fljótt og vel.
Vildi óska þess að þeir sem eru enn að sprengja útum allt, færu að hætta því. Orðin svolítið þreytt á að hrökkva í kút seint á kvöldin og veit að lítil börn eru að vakna upp dauðhrædd við hávaðann. Sérstaklega er ömurlegt þegar verið er að sprengja inni t.d. í stigahúsum og bílageymslum. Getur líka hreinlega verið stórhættulegt.
Voru að útbúa heimatilbúna sprengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 11:33
Til eftirbreytni
Þetta eru góðar fréttir úr mínum gamla heimabæ. Frábært framtak og vonandi fylgja fleiri sveitarfélög þessu fordæmi. Fólk sem hreyfir sig skynsamlega er sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið í heild segja þeir sem þekkja til. Þetta ætti líka að gleðja okkar mædda ráðherra Guðlaug Þór sem stendur í ströngu við að reyna spara.
Ókeypis heilsurækt á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 21:22
Þörf á að moka út
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 11:22
Menn og dýr
Pandabjörn sem bítur frá sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 10:06
Landráðamenn?
Ráðamenn bankanna lugu að þjóðinni þegar þeir sögðust ekki vinna gegn krónunni og að það hentaði ekki langtíma markmiðum þeirra.
Málið var að þeir höfðu engin langtímamarkmið.
Einu markmið þeirra voru að sýna gríðarlegan gervihagnað um hver mánaðarmót, að greiða sér og sínum stjarnfræðileg laun og stela svo arði út á gervihagnaðinn.
Ég hef aldrei skilið af hverju ríkisstjórnin, fjármálaeftirlitið og alþingi brugðust ekki við orðum Davíðs Oddsonar um málið.
Hefur einhver einhvern tímann verið ákærður fyrir landráð hér á landi?
Rannsókn nauðsynleg vegna galdmiðlaskiptasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2009 | 09:51
Eitt pennastrik
Ótrúleg vinnubrögð!
Stundum skilur maður ekki vinnubrögðin. Það tekur mörg ár að afnema eftirlaunafrumvarpið þó allir þykjist sammála og marga mánuði að setja af stað nefnd til að rannsaka bankahrunið en eitt augnablik að ákveða að snúa öllu á hvolf í heilbrigðiskerfinu.
Það þarf greinilega bara að vinna heimavinnuna sína þegar það hentar þessum háu herrum en slá um sig með pennastrikum þess á milli.
En Hafnfirðingar ætla að rísa upp á afturlappirnar og ég býst við fjölmenni á Strandgötunni í dag kl.14.00. Sjáumst
Sér ekki sparnaðinn við lokun St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |