Tungumálakunnátta

Nú á ég ekki til orð!  Er ekki allt í lagi með fólk? Hver skilur ekki að það er tvennt ólíkt að skilja og tala vel eitthvert tungumál eða að fara í viðtal  um grafalvarleg þjóðmál eða viðskipti milli þjóða.

Þeir sem hugsa málið ættu að sjá að það þarf mikla kunnáttu til að ræða t.d. hagfræði, viðskipti og Evrópustjórnmál á öðru máli en móðurmálinu. Ekki er einu sinni nóg að vera mjög góður í málinu, það þarf að kunna fagmálið, flókin hugtök, orðatiltæki og svo heiti á öllum mögulegum og ómögulegum nefndum, ráðum, stofnunum. Jafnvel að vera sérfræðingur í sögu og menningu viðkomandi landa til að ekki fari illa.

Margir fulltrúar Sameinuðu þjóðanna frá Asíu, Afríku, spænsku og frönskumælandi landa, nota alltaf túlka jafnvel þó að þeir skilji ensku ágætlega. Þeir taka bara ekki áhættuna á að gera sig að fíflum nú eða það sem verra er, gera mistök sem gætu skaðað embætti þeirra eða þjóðir.

Ég held að við íslendingar ættum að hætta að setja okkur á háan hest, viðurkenna að við erum ekki tvítyngd og sýna smá fagmennsku. Að mínu mati ber það vott um fagmennsku að fara ekki í viðtal á erlendu tungumáli nema að hafa mjög góða þekkingu á bæði umræðuefninu og tungumálinu, án þess að hafa túlk.

 Ég vitna oft í það að maður sem ég þekki og gat varla skrifað stakt orð villulaust sendi frá sér margar greinar og allskonar fræðsluefni á prenti þar sem aldrei sást villa. Jú hann þekkti góða prófarkalesara sem hann nýtti sér. Hann viðurkenndi sína veikleika en lét ekkert stöðva sig.

Varðandi þessa frétt hér á mbl. þá ættu þeir að skammast sín fyrir matreiðsluna. Þeir birta varla grein öðruvísi en að hún innihaldi málvillur, annað hvort málfræðilegar eða stafsetningarvillur. Það er ekki einu sinni að þeir hafi vit á að nota púka sem hefur að minnsta kosti oft bjargað undirritaðri fyrir horn.

P.S. Ekki setja út á villur hjá mér, ég er ekki að skrifa fyrir hönd heillar þjóðar né  fjölmiðils, það þarf ekki prófarkalestur á blogg frekar en dagbækur.Wink


mbl.is Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér og orð í tíma töluð :-)

Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Takk, Dóri minn, við erum nú merkilega oft sammála

Hansína Hafsteinsdóttir, 24.4.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband