20.2.2009 | 21:04
Sorgarsögur, ekki fyrir börn
Var að hlusta á sorglega frétt í kvöldmatarfréttatíma ríkissjónvarpsins, um hvað kreppan fór illa með fjölskyldu. Síðan komu lýsingar á ýmsu sem gerst gæti í gjaldþroti og fjárnámi. Sagt var meðal annars frá því hvernig ,,brotist væri inn í hús" ef enginn væri heima til að opna fyrir yfirvöldum.
Í enda fréttarinnar var óskað eftir að fólk sem teldi sig hafa orðið fyrir harkalegum innheimtu aðgerðum, segði sögu sína ef það treysti sér til.
Nú er það svo að svona sögur gætu orðið til þess að eitthvað verði gert til að fólk fái mannúðlegri meðferð og meiri tillitsemi þegar það lendir í gjaldþroti. Þar af leiðandi eru þær vel réttlætanlegar.
En ég vildi óska þess sjónvarp- og útvarpstöðvar hefðu frekar svona fréttir seint á kvöldin, þegar minni líkur eru á að börn séu að hlusta. Það er nefnilega þannig að börn og unglingar eru viðkvæm og engin ástæða er til að þau séu að velta sér upp úr svona sögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.