17.1.2009 | 00:33
Óþekkar sprengjur?
Flestar sprengjur springa fyrr eða síðar stundum ekki á réttum tíma. Búin að tékka á frændum mínum 9, 10 og 17 ára, sem búa í Grindavík.
Þeir eru heilir á húfi og í góðu yfirlæti hjá pabba sínum. En mikið finn ég til með þessum slösuðu strákum, það er vonandi að sárin grói fljótt og vel.
Vildi óska þess að þeir sem eru enn að sprengja útum allt, færu að hætta því. Orðin svolítið þreytt á að hrökkva í kút seint á kvöldin og veit að lítil börn eru að vakna upp dauðhrædd við hávaðann. Sérstaklega er ömurlegt þegar verið er að sprengja inni t.d. í stigahúsum og bílageymslum. Getur líka hreinlega verið stórhættulegt.
Voru að útbúa heimatilbúna sprengju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.