10.1.2009 | 10:06
Landráðamenn?
Ráðamenn bankanna lugu að þjóðinni þegar þeir sögðust ekki vinna gegn krónunni og að það hentaði ekki langtíma markmiðum þeirra.
Málið var að þeir höfðu engin langtímamarkmið.
Einu markmið þeirra voru að sýna gríðarlegan gervihagnað um hver mánaðarmót, að greiða sér og sínum stjarnfræðileg laun og stela svo arði út á gervihagnaðinn.
Ég hef aldrei skilið af hverju ríkisstjórnin, fjármálaeftirlitið og alþingi brugðust ekki við orðum Davíðs Oddsonar um málið.
Hefur einhver einhvern tímann verið ákærður fyrir landráð hér á landi?
Rannsókn nauðsynleg vegna galdmiðlaskiptasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.