10.1.2009 | 09:51
Eitt pennastrik
Ótrúleg vinnubrögð!
Stundum skilur maður ekki vinnubrögðin. Það tekur mörg ár að afnema eftirlaunafrumvarpið þó allir þykjist sammála og marga mánuði að setja af stað nefnd til að rannsaka bankahrunið en eitt augnablik að ákveða að snúa öllu á hvolf í heilbrigðiskerfinu.
Það þarf greinilega bara að vinna heimavinnuna sína þegar það hentar þessum háu herrum en slá um sig með pennastrikum þess á milli.
En Hafnfirðingar ætla að rísa upp á afturlappirnar og ég býst við fjölmenni á Strandgötunni í dag kl.14.00. Sjáumst
Sér ekki sparnaðinn við lokun St. Jósefsspítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.