1.1.2009 | 11:47
Samsæriskenning dregin upp úr hvítvínsglasi
Eftir að hafa úðað í mig áramótasteik og nærri heilu glasi af hvítvíni fór heilinn í gang með hávaða og látum við dræmar undirtektir gesta minna.
Jú það var nefnilega þetta með Kryddsíldina. Geir okkar komst aldrei í útsendingu.
,,Í Sjáfstæðisflokknum eru nefnilega menn sem töldu að ekki væri hollt fyrir hann að lenda í þriðju gráðu yfirheyrslu í beinni útsendingu á gamlársdag. Nonni talaði við Bjössa sem talaði við Halla sem talaði við Kalla sem þekkir Gunna, sem er atvinnumótmælandi. Kalli segir Gunna að sniðugt væri að koma í veg fyrir að hægt sé að senda út frá Borginni. Gunni talar við gamlann félaga sem vann einu sinni í sjónvarpinu sem tæknimaður. Og bim bam búm, bara að klippa á kapalinn".
Eins gott að ég drakk bara eitt glas, hver veit hvað fleira hefði komið upp á yfirborðið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.