Frábær dagur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum

Í dag bauð Lyf og heilsa starfmönnum sínum og fjölskyldum þeirra í Fjölskyldu og húsdýragarðinn. Þar sem ég hef ekki komið þangað í um það bil 2 ár greip ég tækifærið og leyfði heimasætunni að bjóða einni frænku sinni og einni vinkonu með.

Við vorum mættar í sól og blíðu rúmlega 11 í morgun. Dagspassar biðu okkar við innganginn og brosin á andlitum stelpnanna, þegar þær uppgötvuðu að það þýddi ótakmarkaðan aðgang að tækjunum, hefðu getað brætt heilann borgarísjaka. Eftir að hafa skoðað selina var farið í tækin eitt af öðru og helst nokkrar ferðir í hvert. Á hádegi var svo stjórn starfsmannafélagsins mætt til að grilla pylsur ofan í mannskapinn og auk þess fengu börnin veglegan glaðning. Stelpurnar mínar héldu áfram að skemmta sér fram eftir degi og verð ég að segja að mér þótti sérstaklega gaman að sjá að garðurinn er mjög fallegur, tandurhreinn og snyrtilegur. Mæli með því að fólk geri sér ferð þangað sem fyrst.

Það er gaman þegar fyrirtæki gera vel við starfsfólkið sitt og það er ómetanlegt að hafa svona perlu á miðju höfuðborgarsvæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband