20.5.2008 | 19:57
Ofsaakstur-glæpaakstur
Þetta eru þeir sem ekki vilja setja hraða-takmörkunar-búnað í bifreiðar. Til hvers þurfa bílar að geta ekið á yfir 120km þegar hvergi má keyra hraðar en 90? Sleppið því að minnast á sjúkra-bruna-og löggubíla.
Tekinn á 170 km. hraða á Laugarvatnsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég vill ekki hraðatakmarkara í bílinn hjá mér ástæðan er einföld og hún er sjálfskipaðir lögreglumenn. Ég hef lent 2 í því þegar ég var að fara framúr á þjóðvegi eitt þá var gefið í til að hindra að ég færi framúr í eitt skiptið var ég nærri búinn að lenda framan á jeppa þurfti að fara upp í 140km til að ná framúr ef hann hefði haldið 60km sem hann var á þá hefði ég leikandi náð framúr á 90km. Hann neitaði líka að hleypa mér inná þegar ég bremsaði til að fara fyrir aftan hann.
Skattborgari, 20.5.2008 kl. 20:54
Svona ökuníðinga á að kæra umsvifalaust því þeir leika þetta aftur og aftur svo það hlýtur að hafa eitthvað að segja ef kærur safnast á sama kvikindið fyrir svona drullusokkshátt.
corvus corax, 20.5.2008 kl. 22:20
Fólk á auðvitað ekki að stunda lögguleiki í umferðinni, það er jafn hættulegt ofsaakstur. Þetta með ekki hraðatakmarkara, Vinur minn bar þetta saman við að við mundum leyfa 100 skota veiðibyssur en bæðum fólk að virða þau lög að setja aldrei meir en 2 skot í þær í einu. Myndi það vera að gera sig?
PS. Hvað finnst þér um að mæta bíl í frammúrakstri á 140 km hraða á þessum vegum hér á landi. Akið eins og þeir sem ykkur þykir vænst um séu í bílunum í kringum ykkur.
Hansína Hafsteinsdóttir, 20.5.2008 kl. 23:00
Í ljósi þess sem ég er að fara að segja er kaldhæðið að þessi ökumaður skuli hafa verið með ofsaakstur á einmitt þessum vegi.
Gömul bekkjarsystir mín var í partýi á Laugarvatni. Þangað voru pantaðar pizzur og í ógáti fékk hún sér í eitt skiptið sneið úr röngum kassa. Hún beit í rækju og fékk undir eins heiftarleg ofnæmisviðbrögð. Það vildi svo til að kærasti vinkonu hennar var þarna á bíl sem má hæglega koma upp undir 200 km/h og með honum fór þessi stelpa í loftköstum að heilsugæslustöðinni í Laugarási. Það var mínútuspursmál hvort hún lifði eða dæi. Ef bíllinn hefði verið læstur undir 120km/h þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.
Út af nákvæmlega svona tilvikum finnst mér það argasta vitleysa að setja hraðatakmörkunarbúnað í bíla.
Gummi Valur (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 23:57
Ég hafði um þrennt að velja A keyra útaf B Keyra framan á jeppan C gefa allt í botn og fara framúr.
Að keyra útaf er hættuleg að keyra framan á stóran jeppa er lífshættulegt. Eina leiðin sem ég hafði til að afstýra slysi var að gefa vel inn og fara langt yfir hámarkshraða þannig að ég gerði það.
Mótorhjólinu er skipt í 2 hluta stórt og lítið öll hjól yfir 32hestöfl eru flokkuð sem stór.
Af hverju ekki að gera svipað fyrir bíla og banna svona mönnum að aka á aflmiklum bílum. Kannski takmarka aflið við 60hestöfl og banna þeim að keyra bíla yfir 1100kg og setja fleiri takmarkanir. því stærra sem brotið er því minni ökuréttindi færðu. Fær svo full réttindi þegar hann er búinn að aka punktalaus í ákveðin tíma kannski 2ár.
Ps maðurinn sem ég var að fara fram úr gaf allt í botn til að hindra að ég færi framúr honum og þegar ég ætlaði aftur fyrir hann þá hægði hann á sér svo ég gæti það ekki heldur. Keyrði sennilega samhliða honum umk 2-3km
Þetta dæmi sýnir að það getur verið nauðsýnlegt að fara yfir hámarkshraða.
Skattborgari, 21.5.2008 kl. 00:01
Afsakið röng tal ekki 32 heldur 34hestöfl fer eftir þyngd.
Skattborgari, 21.5.2008 kl. 00:19
Gummi Valur það koma auðvitað alltaf upp svona atvik og stundum er bara spurning um sekúndur en hins vegar hefði ég mælt með að kallað hefði verið á sjúkrabíl eða löggubíl, jafnvel bara starfsmann heilsugæslunnar, til að koma til móts við ykkur, það hefði stytt tímann til muna og konan fengið ofnæmislyfið mun fyrr.
En komið endilega með önnur ráð vegna þess að við viljum ekki horfa á eftir fólki í rúmið eða gröfina bara út af glæpsamlegum ofsaakstri.
Hansína Hafsteinsdóttir, 21.5.2008 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.