Hvað má koma fyrir í gríni?

Smá listi yfir það sem sumir vilja ekki að gert sé grín að (í handahófskenndri röð):

Litarháttur, háralitur  (sérstaklega rauður), kyn manneskju, aldur (og fyrri störf).

Útliti:litarhaft freknótt, nefstór, eyrnastór, hálslöng, hálsstutt, höfuðstór, höfuðlítil, hávaxin, lávaxin, mjó, feit, fótstór. 

Ástandi: lifandi, dáin, veik, fötluð, meidd, reið, glöð, móðguð, fúl, hress, full, dópuð, sofandi, vakandi, milli svefns og vöku, rugluð, gleymin, sorgmædd, döpur og svo framvegis.

Starfsheiti manneskju eða því sem hún vinnur við:Prestur, læknir, hjúkka ó afsakið hjúkrunarfræðingur, sorphirðir, ræstitæknir, afgreiðslumaður, afgreiðslustúlka, kennari, smiður, pípari, málari, rukkari, bílstjóri, flugmaður (þeir allir fordæmdir sem fyllibyttur ef gert er grín að einhverjum sem tekin er fullur á leið í vinnu).

Það er líka sagt ljótt að gera grín að landi, segja að það sé rok rass, ljótt, eða flatt.

Dýrum á ekki að hlæja að, jafnvel fjarstöddum, þeim gæti sárnað.

Farsímum: Þessi er nú meiri klumpurinn, eða forngripurinn. 

Fatnaði fólks og ekki orð um það meir.

,,Tæknilegum'' mistökum fólks.

Kjánagangi fólks.

Nú er nóg komið.

Kannski er bara best að taka hlutina ekki of alvarlega, ekki of túlka alla hluti, sérstaklega brandara, þeir eru hvort sem er í alvarlegri útrýmingarhættu.Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband