18.5.2008 | 15:52
Heilsufars- og tryggingabanki
Auðvitað er þetta frábær hugmynd. Við erum búin að ræða þetta mikið í vinahóp mínum undan farið ár og viljum ganga mun lengra.
Allir þyrftu aðgang að HEILBRIGÐISBANKA, svona eins og heimabanka. Þjónustufulltrúar í svona heilsubanka hefðu það hlutverk að kynna fólki réttindi sín og útvega þá þjónustu sem viðkomandi þarf. Þetta ætti líka að geta sparað læknunum að vera endalaust pælandi einhverju öðru en því að lækna fólkið. Hver og einn hefði þá á einum stað upplýsingar sem skipta oft miklu máli t.d. Hvenær hann fór síðast til magasérfræðings, í hjartalínurit, blóðprufu og hvað var rannsakað, hvenær og hvaða lyf var prófað. Oft er nefnilega verið að endurtaka óþarfar rannsóknir og oft kemur í ljós að eitthvað hefur alltaf gleymst eins og að tékka á skjaldkirtlinum eða blóðsykrinum.
Hverjir fleiri þurfa virkilega á ,,heilbrigðisþjónustufulltrúa eða banka'' að halda? jú t.d.: Þeir sem slasast alvarlega, langveikbörn, þeir sem glíma við geðræna sjúkdóma heyrnarlausi, blindir, fatlaðir, þeir sem eignast fötluð/veik börn, aldraðir, bara raunverulega allir, t.d. þeir sem vilja vera vissir um að ekki sé verið að leysa út lyf á þeirra nafni í einhverju apóteki.
Það eru svo margir í þeim sporum að geta ekki brunað eða hringt út um allan bæ til að sækja réttindi sín eða gögn frá læknum, sjúkraþjálfurum og apótekum. Ef þessar upplýsingar væru aðgengilegar eins og fjármálin okkar væri allt skilvirkara og minni líkur á misnotkun og mismunun t.d. vegna þátttöku TR í kostnaðinum.
Í dag er betur hugsað um að halda utan um fjármálin okkar heldur en heilsufarið!
Umboð fyrir deyjandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 19.5.2008 kl. 19:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.