13.5.2008 | 18:02
Óumræðilega sorglegt
Höfum við djúpan skilning?
Ég veit reyndar að við fyllumst djúpri samúð og mikilli sorg yfir svona náttúruhamförum, en ég held að fæstir núlifandi íslendingar (sem betur fer) hafi þá skelfilegu reynslu af að sjá hús í stórum stíl hrunin yfir fólk: menn, konur og börn, plús meiri háttar skemmdir öðrum á mannvirkjum eftir svona jarðskjálfta.
Margar aðrar þjóðir þekkja þetta og hafa upplifað eitthvað þessu líkt bæði vegna jarðskjálfta og ekki síst vegna stríðs, hús hafa hreinlega verið sprengd í tætlur.
Öðru máli gegnir um snjóflóð og sjóslys, þar hafa margir íslendingar orðið fórnarlömb og enn fleiri komið að björgunarstörfum. Vildi bara óska að fjármagnið og orkan, sem fer í stríðsrekstur í heiminum í dag, færi frekar í forvarnir gegn náttúruhamförum og til hjálparstarfa.
Munum líka að ef við erum aflögufær getum við hvert og eitt gefið styrk í gegnum ýmis hjálparsamtök.
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.