3.5.2008 | 23:15
Hreinn bær, betri bær
Það er alveg frábært að sjá hvað Hafnarfjörður er að breytast mikið núna síðustu tvær vikurnar!
Þegar ég fór út að labba 20. apríl sá ég ótrúlegt magn af rusli út um allt en nú hafa flokkar fólks verið að hreinsa til og allur bærinn að verða hreinn. Fullir pokar af rusli hafa verið keyrðir beint í sorpu, þangað sem ruslið átti jú að fara strax á vegum ábyrgðar manna sinna, án viðkomu í runnum og gjótum. Vil benda fólki á að við gætum notað peningana sem fara í ruslatínslu í ýmislegt annað, t.d. göngustíga, hjólastíga og útivistarsvæði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.