27.4.2008 | 22:17
BRENNUVARGUR?
Brennuvargur er virkilega ljótt viðurnefni og settur hroll að fólki. Því miður virðist þeim fara fjölgandi sem eiga þann titil skilið miðað við aukinn fjölda eldsvoða af mannavöldum.
Undanfarna mánuði hefur meðal annars verið kveikt í bílum, íbúðarhúsnæði, hesthúsi, sinu og skógræktarlandi. Þeir sem þetta gera virðast ekki færir um að hugsað lengra en nef þeirra nær og engan veginn geta sett sig í spor annarra eru bara ekki færir um það.
Raunar ættu þeir samt sem áður að geta hugsað um sjálfa sig; eru þessir hræðulegu gjörningar virkilega þess virði að vera síðan brennimerktir í hugum þjóðarinnar, vina, ástvina sinna og fjölskyldu sinnar, BRENNUVARGUR.
Annríki slökkviliðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.