26.4.2008 | 09:13
Að segja af sér
Umræðan hjá bloggurum vegna uppsagnar Láru Ómarsdóttur er oft mjög dónaleg og að mér finnst ómakleg. Held að almenningur þurfi ekki að tapa sér yfir svona orðum í hita leiksins. Hún missti þetta útúr sér og sumir hafa hreinlega ,,sparkað í liggjandi konu'' í stað þess að virða ábyrgðarfulla ákvörðun hennar.
Lára er auðvitað ekki að segja upp starfi sínu upp á grín og reyndar finnst mér afsökunar beiðni hefði átt að nægja, það er ekki eins og hún hafi lamið neinn.
Vonandi að það komist ekki í tísku að segja upp starfi sínu bara til að sýnast, þá missir það marks og enginn tekur mark á svo afdrifaríkri ákvörðun. Hins vegar eru til menn og konur í ábyrgðarstöðum sem hefðu átt að vera löngu búnar að segja af sér bæði vegna gjörða sinna og orða.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.