22.4.2008 | 20:44
Dr. Gillian McKeith
Gillian McKeith er um margt merkileg og hefur hjálpað morgum til að bæta mataræði sitt. Margir hafa hætt að vera feitar, sí lasnar ruslafötur og náð kjörþyngd og betri heilsu með hennar ráðum.
Það var ansi fróðlegt að lesa bókina hennar: Þú ert það sem þú borðar. Ég las megnið af henni í fyrra sumar og tók prófin samviskusamlega en féll gjörsamlega flöt. En í stað þess að skamma mig olli ég þessari ágætu konu áhyggjum og kom henni til að gráta. Jú hér er niðurstaðan úr prófinu á bls.61: ''STANS! hreyfðu þig ekki! Ég hef miklar áhyggjur af þér. Þú ert í virkilega vondum málum. '' og síðan ''Ég hreinlega grátbið þig um að byrja strax að tileinka þér Mataræði gnægðarinnar.'' Ég skammaðist mín í botn og tók mig í gegn en ekki greinilega af neinni ferstu því nú tæpu ári síðar er ég enn innan þeirra marka sem gefa þetta svar. Ég hef því ákveðið að herða mig verulega á næstu vikum og ná upp í næsta svar sem er eitthvað á þessa leið ''Þú ert að reyna og það eru góðar fréttir, en ekki nógu mikið.'' Þetta er að vísu ekki merkilegt svar en allavega hættir hún þá að gráta yfir ástandinu.
Hinsvegar verð ég að segja að ef ekki væri fyrir hana Sollu og Himneska hollustu, þá féllust mér gjörsamlega hendur því ekki kann maður að matbúa svona ofur hollustu. Mæli með uppskriftunum hennar sérstaklega þeirri sem er aftan á kakóduftinu hennar, bara prófa síðan má spinna endalaust minnka kakóið, bæta í rúsínum og breyta um hnetur. Þetta gúmelaði heldur manni frá súkkulaðinu með hvíta sykrinum og hertu fitunni.
ps. Vona bara að ég hafi nóg af gæsalöppum! (Ekki til að borða, heldur til að vera ekki sökuð um ritstuld!)
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.