Rusl í öllum runnum!

Það var virkilega gaman fara út að ganga snemma í morgun með stúlkubarninu og Grétari frænda, sem var hjá okkur í gistingu. Við komum við á róló og ég tók skemmtilegar myndir af frændsystkinunum.

Það er bara eitt sem fer fyrir brjóstið á mér: Hvaðan kemur allt þetta rusl? Í öllum runnum og gjótum er allt fullt af rusli. Er þetta kannski þannig að þegar ekið er í sjoppurnar, er ekki hægt að hafa ruslapokka í fínu bílunum, betra að skilja eftir sig slóð af umbúðum hálfa leiðina heim? Það rifjast upp fyrir mér að í denn var hægt að fá ókeypis á bensinstöðvum litla ruslapoka með kringlóttu gati sem smellpassaði á innsogstakkann!

Fræg er sagan af bóndanum sem leigði út tjaldstæði. Eitt sinn ofbauð honum viðskilnaður fínnar fjölskyldu, safnaði saman ruslinu, einnota grilli, sælgætisbréfum, fernum, og pappadiskum. Gerði sér síðan ferð heim til þeirra í fína húsið og sturtaði öllu á stofugólfið með þeim orðum að heimsending á öllu sem gleymdist væri innifalin í tjaldstæðisgjaldinu!

Í ALVÖRU LÁTUM EKKI OKKAR EFTIR LIGGJA.

p.s. innsogstakki var notaður til að koma bílnum í gang í köldu veðri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband