Færsluflokkur: Dægurmál

Hvernig viljum við hafa þetta?

Hvernig viljum við hafa heilbrigðisþjónustuna á Íslandi? 

Við eyðum háum upphæðum í að hjálpa fullorðnu fólki, eftir að það er búið að lifa óhollu lífi eða stunda íþróttir og áhugamál sem valda því skaða. Á meðan eru börn landsins að mestu háð því hvort foreldrarnir hafi vit, vilja og fjárráð til að þau haldi tönnum sínum heilum. 

Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda að að barn skuli þurfa að þjást úr einhverju jafn sársaukafullu og tannrótarbógu hér í þessu ríka landi.

Í sumum nágrannalöndum er öll heilsugæsla barna (tannviðgerðir og tannréttingar lílka) greidd að fullu af almannatryggingakerfinu. En ekki á ríka Íslandi, ónei.

Ég hef stundum heyrt þá afsökun að tannskemdir séu bara afleiðingar þess að tennur séu illa hirtar og fólk geti sjálfu sér um kennt.  Þetta er mjög mikil einföldun á málinu því tannsjúkdómar eru svo miklu meira en bara tannáta vegna tannsýklu. Þar fyrir utan eru börn ekki fær um að hugsa að fullu um hreinlæti tanna sinna fyrr en um 12 ára aldur.

Í fullkomnum heimi hefðu foreldrar barna vit, getu og vilja til að nota tannbursta og tannþráð á börnin sín 2 svar á dag, banna gosdrykki, sætindi og láta þau borða fullkomið fæði til að halda tönnum þeirra heilum. 

En vegna þess að heimurinn er ekki fullkomin sitjum við líka uppi með að almannatryggingarnar þurfa að niðurgreiða að hluta eða öllu leiti  fyrir afleiðingar lífernis eins og ofáts, ofdrykkju, hreyfingarleysis, steraneyslu, dópneyslu og síðast en ekki síst heimsku.

Ef hægt er að niðurgreiða meðferð hjá fullorði fólki vegna ólifnaðar og heimsku, því þá ekki að aðstoða börnin okkar líka?

 


Taka 2 Ungfrú Reykjavík

Mikið varð ég fegin þegar mér var bent á að þetta var víst bara keppnin um Ungfrú Reykjavík sem ég var að horfa á með hægra auganu í gærkvöld.

Það hefði verið fyrirkvíðanlegt fyrir fallegu stúlkuna sem vann að burðast með þessa ómögulegu kórónu ,,sem vildi ekki festast´´ um hálfan heiminn í opinberum erindum. Allt annað fyrst það er bara hér á skerinu.Grin


Að segja af sér

Umræðan hjá bloggurum vegna uppsagnar Láru Ómarsdóttur er oft mjög dónaleg og að mér finnst ómakleg. Held að almenningur þurfi ekki að tapa sér yfir svona orðum í hita leiksins.  Hún missti þetta útúr sér og sumir hafa hreinlega ,,sparkað í liggjandi konu'' í stað þess að virða ábyrgðarfulla ákvörðun hennar.

Lára er auðvitað ekki að segja upp starfi sínu upp á grín og reyndar finnst mér afsökunar beiðni hefði átt að nægja, það er ekki eins og hún hafi lamið neinn.

Vonandi að það komist ekki í tísku að segja upp starfi sínu bara til að sýnast, þá missir það marks og enginn tekur mark á svo afdrifaríkri ákvörðun. Hins vegar eru til menn og konur í ábyrgðarstöðum sem hefðu átt að vera löngu búnar að segja af sér bæði vegna gjörða sinna og orða.


Ungfrú Ísland!

Núna var ég að enda við að horfa (með öðru auganu og með köflum) á krýningu ungfrú Ísland.

Allar stúlkurnar dásamlega huggulegar og vel þjálfaðar, engin datt (held ég).

Ég vona bara að þeir láti laga kórónu drusluna fyrir næstu keppni svo aumingja ungfrúin þurfi ekki að standa eins og flón með kórónuna á öðru eyranu. SidewaysKemur sennilega ekki vel út á forsíðum blaðanna á morgun! Blush

Svo mætti alveg biðja kynnana að bæta málfarið,FootinMouthdæmi bjóðum Jónínu Jónsdóttir velkomna á sviðið, auðvitað á þetta að vera Jónínu Jónsdóttur... og ef um dömu sem heitir tveimur nöfnum var bara happa og glappa hvort bæði nöfnin beygð. Öllum getur orðið ,,fótaskortur á tungunni'' bara ekki alveg svona oft.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband