Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sorgarsögur, ekki fyrir börn

Var að hlusta á sorglega frétt í kvöldmatarfréttatíma ríkissjónvarpsins, um hvað kreppan fór illa með fjölskyldu. Síðan komu lýsingar á ýmsu sem gerst gæti í gjaldþroti og fjárnámi. Sagt var meðal annars frá því hvernig ,,brotist væri inn í hús" ef enginn væri heima til að opna fyrir yfirvöldum.

Í enda fréttarinnar var óskað eftir að fólk sem teldi sig hafa orðið fyrir harkalegum innheimtu aðgerðum, segði sögu sína ef það treysti sér til. 

Nú er það svo að svona sögur gætu orðið til þess að eitthvað verði gert til að fólk fái mannúðlegri meðferð og meiri tillitsemi þegar það lendir í gjaldþroti. Þar af leiðandi eru þær vel réttlætanlegar.

En ég vildi óska þess sjónvarp- og útvarpstöðvar hefðu frekar svona fréttir seint á kvöldin, þegar minni líkur eru á að börn séu að hlusta. Það er nefnilega þannig að börn og unglingar eru viðkvæm og engin ástæða er til að þau séu að velta sér upp úr svona sögum.


Hvers vegna?

Getur einhver frætt mig á því hvers vegna þessir aðilar nota kol? Shocking

Annars finnst mér þetta varla nema hálf frétt en kannski á þetta að vera framhaldsfrétt og til að halda spennunni er ekkert gefið uppi um ástæður og afleiðingar af þessu athæfi.


mbl.is 164 þúsund tonnum af kolum brennd hér árlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig viljum við hafa þetta?

Hvernig viljum við hafa heilbrigðisþjónustuna á Íslandi? 

Við eyðum háum upphæðum í að hjálpa fullorðnu fólki, eftir að það er búið að lifa óhollu lífi eða stunda íþróttir og áhugamál sem valda því skaða. Á meðan eru börn landsins að mestu háð því hvort foreldrarnir hafi vit, vilja og fjárráð til að þau haldi tönnum sínum heilum. 

Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda að að barn skuli þurfa að þjást úr einhverju jafn sársaukafullu og tannrótarbógu hér í þessu ríka landi.

Í sumum nágrannalöndum er öll heilsugæsla barna (tannviðgerðir og tannréttingar lílka) greidd að fullu af almannatryggingakerfinu. En ekki á ríka Íslandi, ónei.

Ég hef stundum heyrt þá afsökun að tannskemdir séu bara afleiðingar þess að tennur séu illa hirtar og fólk geti sjálfu sér um kennt.  Þetta er mjög mikil einföldun á málinu því tannsjúkdómar eru svo miklu meira en bara tannáta vegna tannsýklu. Þar fyrir utan eru börn ekki fær um að hugsa að fullu um hreinlæti tanna sinna fyrr en um 12 ára aldur.

Í fullkomnum heimi hefðu foreldrar barna vit, getu og vilja til að nota tannbursta og tannþráð á börnin sín 2 svar á dag, banna gosdrykki, sætindi og láta þau borða fullkomið fæði til að halda tönnum þeirra heilum. 

En vegna þess að heimurinn er ekki fullkomin sitjum við líka uppi með að almannatryggingarnar þurfa að niðurgreiða að hluta eða öllu leiti  fyrir afleiðingar lífernis eins og ofáts, ofdrykkju, hreyfingarleysis, steraneyslu, dópneyslu og síðast en ekki síst heimsku.

Ef hægt er að niðurgreiða meðferð hjá fullorði fólki vegna ólifnaðar og heimsku, því þá ekki að aðstoða börnin okkar líka?

 


Hreinn bær, betri bær

Það er alveg frábært að sjá hvað Hafnarfjörður er að breytast mikið núna síðustu tvær vikurnar!W00t

Þegar ég fór út að labba 20. apríl sá ég ótrúlegt magn af rusli út um allt en nú hafa flokkar fólks verið að hreinsa til og allur bærinn að verða hreinn. SmileFullir pokar af rusli hafa verið keyrðir beint í sorpu, þangað sem ruslið átti jú að fara strax á vegum ábyrgðar manna sinna, án viðkomu í runnum og gjótum. Vil benda fólki á að við gætum notað peningana sem fara í ruslatínslu í ýmislegt annað, t.d. göngustíga, hjólastíga og útivistarsvæði.Whistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband