Sameinuð stöndum við

Stöndum saman Hafnfirðingar, oft var þörf, nú er nauðsyn. Látum ekki ríkisstjórnina traðka á okkur á skítugum skónum. Hafnafjörður þarf þessi störf og þá þjónustu sem er veitt á þessum spítala. Ef á að gera einhverjar tilraunir með heilbrigðisþjónustuna þá er okkur að mæta.

Ef okkur tekst ekki  að hindra þetta mæli ég með að þau félagasamtök sem hafa gefið spítalanum tæki og tól hreinlega sæki þau áður en ATHAFNARMENN EÐA FJÁRFESTAR stela þeim.


mbl.is Skorað á Hafnfirðinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha - sameinaðir Framsóknarmenn _ hvar eru þeir 2.

Magnað - eftir að Framsókn nýtti tíma sinn vel til þess að rústa heilbrigðiskerfinu var öskrað út öllum áttum á uppstokkun - hagræðingu og annað þess háttar. Og með réttu. Eftir að Guðlaugur Þór tók við hefur hann unnið kraftaverk á þessu sviði.

Núna á að sameina ( reyndar mun hann ekki hafa reiknað út þessa breytingu heldur fagfólk ) og þá ætlar allt vitlaust að verða.

Ekki veit ég hvernig þetta gamla hús þjónar sínu hlutverki - fallegt er það - en hvað með nútíma kröfur - hvað með hagræðingu í kerfinu?

Er það ekki krafan að ráðamenn vinni vel úr því fé sem þeir hafa úr að moða?

Það er ekki hægt að öskra hgræðing - sparnaður en´öskra á sama tíma ekki hjá mér - bara hjá hinum.

Minnir óneitanlega á baráttu borgarinnar v. útigangsfólks - allir vilja að þau fá húsnæði - bara ekki nálægt mér - sama um hreyfihamlaða - endilega að láta þau fá húsnæði - bara ekki í mínu hverfi.

Ég fer að hallast að því að það sé bara einn alvöru Framsóknarmaður eftir á landinu og það er Óskar Bergsson í Borgarstjórn Reykjavíkur.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 06:03

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Það er auðvitað sjálfsagt að hagræða allstaðar. En hagræðing krefst þess að dæmið sé reiknað fyrirfram. Það er líka þannig að ef hlutirnir eru ræddir og skipulagðir frá grunni og hugsaðir til enda er líklegt að betri niðurstaða náist og það virðist ekki hafa verið gert. Ég hef til dæmis ekki séð umsagnir um að þetta gamla hús sé í dag mjög hagstætt sem öldrunar-sjúkrahús.

Það þarf líka að ræða um þá einkavæðingu sem er að skjóta rótum í heilbrigðisgeiranum. Getur verið að þetta sé illgresi sem við munum missa alla stjórn á?

Hansína Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband