Spaugstofu karakterar

Heyrði góða sögu sem gæti verið ættuð úr spaugstofunni:

Tveir ungir menn voru á gangi í miðbænum seint að kvöldi og báru á milli sín gamlan sófa. Ferðinni var heitið að Alþingi þar sem sófinn átti að enda ævi sína á bálkesti mótmælenda. 

Lögreglubífreið kom akandi og skipti engum togum að tveir þjónar laga og reglu þustu út úr bílnum og handtóku mennina. Sófinn var skilinn eftir á gangstéttinni og síðan var ekið á næstu lögreglustöð til yfirheyrslu. Ekki var bifreiðin fyrr komin úr augsýn en tveir rónar, góðkunningjar lögreglunnar, komu og tóku sófann og kjöguðu með hann á leiðarenda.

Ef ég ekki vissi betur, hefði ég haldið að þarna hefðu verið á ferðinni Spaugstofulöggurnar Geir og Grani og rónarnir Bogi og Örvar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband